Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 19. október 2008

Sigur hjá ungl.fl.karla

Í gær 18.okt. vann unglingaflokkur karla (f.'88 og '89) öruggan sigur á Valsmönnum hér á Sunnubrautinni. Leiðir skildu strax í upphafi leiks og virtist litlu skipta hverjir voru inni á vellinum í okkar liði því Valsmenn virtust engin svör finna. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 41 - 14 pg í  halfleik var staðan 68 - 43. Leiknum lauk siðan með 49 stiga sigri Keflavíkurdrengja 123  74. Lykilleikmenn unglingaflokks voru hvíldir í leiknum vegna stórleiks í Iceland Express deildinni í kvöld 19.okt. við KR

Stigaskor okkar manna:
Garðar 4, Siggi Þ  6 (Lék 6 mín.)  Þröstur 4 (Lék 8 mín.)  Jóhann 3,  Eyþór 5,  Axel 14,  Gummi 5,  Bjarni 7,  Alfreð 12,  Elvar 24, Palli 28 og Hörður 11 (Lék 6 mín.)

Áfram Keflavík