Sigur í æfingarleik gegn FSU
Strákarnir spiluðu í dag æfingaleik við 1. deildarliðið FSU og höfðu auðveldan sigur, 60-99.
Nokkur viðhöfn var í Fjölbrautarskóla bæjarins þegar Keflavíkurliðið kom í heimsókn og var þétt settin bekurinn í íþróttahúsinu enda gefið frí á meðan. Í okkar lið vantaði Sigga Þorsteins. Jonna, Arnar Freyr, Gunna Einars. og Þröst en það kom ekki að sök enda hópurinn orðin mjög þéttur. Nýjustu leikmenn liðsins komust allir vel frá sínu og áttu ungu strákarnir fínan leik. Staðan í hálfleik var 24-45 og var B.A. Walker þeirra sprækastur en kappinn var stigahæstur í leiknum með 22 stig.
Í seinni hálfeik jók Keflavík muninn jafn og þétt og breytti þar litlu þegar byrjunarliðið var tekið út af og inná komu Villi, Sigfús, Magni, Axel og Jón Gauti. Sá síðast nefndi sýndi afbragðs hittni í leiknum og setti niður 4 þrista á skömmum tíma og og alls 12 stig. Sigfús nýtti sín færi vel enda með efnilegri leikönnum landsins í dag.
Leikurinn var ágætis fyrirheit fyrir komandi átök þó andstæðingurinn hafi verið númeri of lítill í þetta skiptið. Eins og áður sagði komu allir leikmenn liðsins vel frá sínu og sterkastir voru þeir Anthony Susnjara, B.A. Walker og Tommy Johnson.
Við þökkum Brynjari þjálfara og leikmönnum FSU fyrir skemmtilegan leik og umgjörð.
Stig Keflavíkur í leiknum; B.A Walker, 22 stig, Anthony Susnjara 17 stig, Tommy Johnson 15 stig, Jón Gauti Jónsson 12 stig, Magnús Þór Gunnarsson 12 sitg, Collin O´Reilly 7 stig, Sigfús Árnasson 6 stig, Vilhjálmur Steinarsson 4 stig og Magni Ómarsson og Axel Margeirsson 2 stig hvor.
Áætlað er að spila einn æfingarleik í Sláturhúsinu fjótlega og mun heimasíðan greina frá því þegar nær dregur.