Sigur í framlengdum leik á Stykkishólmi. Umfjöllun
Keflavík sigraði Snæfell á Stykkishólmi í framlengdum leik 109-113 eftir að staðan hafði verið 99-99 eftir venjulegan leiktíma. Stigahæstir Keflvíkinga voru Tommy með 31 stig, B.A 24 stig. Jonni 17 stig og 9 fráköst, Maggi 24 ( 4. þristar ) Gunni 8 stig, Siggi 7 stig og Arnar og Anthony 6 stig. Hópur stuðningsmanna Keflavíkur skellti sér á leikinn sem var hin besta skemmtun.
Keflavík byrjaði leikinn af miklum krafti og virtust ætla að gera út um leikinn með frábærum sóknarleik. Allt var að ganga upp sóknarlega og eftir þrjá stolnir boltar í röð hjá Tommy og Jonna náðum við 0-10 stigum í röð. Forustan var á tímabili en 24 stig en Anders og Hlynur minnkuðu forksotið niður í í 20 stig fyrir hlé, 45-65.
B.A Walker átti mjög góðan fyrrihálfleik ásamt Tommy og Gunna. Tommy var með 22. stig, B.A Walker 16 og Gunnar 8 stig.
Í þriðja leikhluta voru Keflavíkingar aðeins farþegar og Snæfell náði frábærum kafla. Það var eins og leikmenn héldu að leikurinn væri búinn og mætu ekki að sama krafti. Snæfell raðaði niður þristum og vörnin ekki með á nótunum. Eftir leikhlutan var Keflavíkurliðið búið að missa niður 20. stiga forustu niður í 1. stig. 81-82 og rafmögnuð stemming í húsinu.
Anthony fékk svo sína 5.villu strax í byrjun fjórðaleikhluta og Tommy setur niður mikilvægan þrist. Nonni með þrist fyrir Snæfell og Hlynur með tvö stig á sama tíma og skotklukkan rennur út, 97-97. 1.09. mín eftir og Tommy skoraði og staðan 97-99. Brotið á Hlyn í næstu sókn sem kemur boltanum ofaní en klikkar á vítinu. Maggi tekur skot langt fyrir utan og klikkar og brotið á Hlyn í næstu sókn sem klikkar á báðum vítunum. Staðan því 99-99 og leikurinn framlengdur. Ásamt Anthony var Gunnar og Maggi komnir með 5. villur.
Framlenging ( fengin að láni frá Stykkishólmspóstinum )
Snæfell byrja en eru alveg freðnir í sokninni og engin hreifing tapa boltanum.
Kef skora auðvelda körfu.
sama sagan aftur hjá Snæfelli og kef með tvö
3:46 99-104
Eru Snæfell ekki með taugar í þetta, klikka aftur
Kef klikkar
Nonni klikkar en inn er kominn Arni Ásgeis og hann rífur frákastið niður og kemur svo með þrist.
102-104
kef svara með 2
2:39 102-106
Og nú lekur svitinn um öll gólf og þarf að þurrka. Snæf leggur af stað í sókn og Siggi með góða
104-106
Brotið á Sigga Þorst það er Hlynur sem er kominn með 5 og inn kom Anders
Siggi svalur skorar úr fyrra, klikkar á því seinna
Snæfell í sókn en eru ekki að hitta en nú eru þeir farnir að taka fráköstin. Maggi brýtur á Anders og fær sína 5 villu. Anders setur fyrra vitið niður og það seinna lika
1:48 106-107
Anders blokkerar arnar og Snæf í sokn en nú var Arni of djarfur og reyndi þrist nánast strax og klikkar
brotið á Arnari sem setur bæði niður
1:21 106-109
Siggi Þorvaldar klikkar í góðu þrista færi
brotið á Tommy hinumegin
51,7 106-109 og leikhlé en svo fer Tommy á línuna og það má mikið gerast ef Snæf nær þessu en þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið sagði einhver.
Tommy setur fyrra niður oooooog það seiiinna klikkar
Og justin reynir ævintýralegan þrist en klikkar
Jón Nordal treður hinumegin og fær víti að auki sem klikkar
Andrs með þrist þegar 12 sek eru eftir
10,5 109-112
Brotið á Arnari sem fer á línuna og setur seinna niður
Justin reynir enn við þristinn þegar 5 sek eru eftir en klikkar Siggi þorvalds með frákast brotið á honum og hann fer á línuna
1,3 sek. eftir. Siggi klikkar á fyrra og seinna. Þetta er búið Keflavík vinnur Snæfell með 4 stigum sem er grátlegt eftir frábæran 3.leikhluta sem fór 36-17 og kom Snæfellingum aftur inn í leikinn. En það verður að viðurkennast Keflvíkingarnir voru betri í kvöld þegar litið er á leikinn í heild sinni þó Snæfell hafi átt bestu sprettina.
Stigahæstir Tommy 31 stig, B.A Walker 24 og Jonnni 17 stig og 9 fráköst.