Fréttir

Körfubolti | 6. janúar 2008

Sigur í fyrsta leik ársins :-)

Unglingaflokkur fór í góða ferð í Grafarvoginn nú í byrjun árs og sigruðu þar Fjölnismenn með 77 stigum gegn 83 stigum. Þetta var mjög erfið fæðing fyrir okkar menn og lendu þeir í miklum vandræðum með heimamenn og var jafnt eftir fyrsta leikhluta. Þegar flautað var til hálfleiks þá vorum við með tveggja stiga forustu.

Síðari hálfleikur byrjaði mjög illa og voru heimamenn að leggja okkur að velli í öllum atriðum sem við kemur körfubolta og voru með tíu stiga forskot þegar bjallan gall í lok þriðja leikhluta. Breytt var um vörn í síðasta leikhlutanum og skilaði það sigrinum, því Fjölnismenn skoruðu ekki nema 11 stig í þeim leikhluta, en við 27 stig. Þannig að sigurinn var okkar og urðu lokatölur sem fyrr segir, 77 - 83.

Elvar 27 stig 7/5 víti. Sigurður 17 stig 2/2 víti 1 3-stiga. Sigfús 12 stig 4/1 víti  1-3stiga.

Magni 9 stig 2/1 víti 2 3-stiga. Axel 6 stig 4/3 víti 1 3-stiga. Páll 4 stig. Róbert 3 stig 1 3-stiga. Almar 2 stig  1/0 víti. Bjarni 1 stig  4/1 víti.

 

 Annars vill ég óska ykkur öllum gleðilegt nýtt ár og þakka fyrir árið sem er liðið.

 

Kveðja

 

Jón I Guðbrandsson