Fréttir

Körfubolti | 25. september 2006

Sigur í Húsasmiðjumótinu

Keflavík sigraði alla þrjá leiki sína í æfingamótinu sem haldið var í Njarðvík um helgina. Næst á dagskrá eru æfingar og aftur æfingar enda hefur hópurinn ekki æft allur saman fyrr en nú í vikunni.  Eins og venjulega  eru við með mjög breiðan hóp enda veitir ekki af fyrir komandi átök.  Leikir hjá mfl. karla verða um 20 talsins fyrir áramót og því mjög mikilvægt að vera með nægan mannskap.

Fyrsti leikur vetrarins er í Powerade-bikarnum og þar mætum við á heimavelli annað hvort Snæfell eða Tindastól.  Leikurinn átti að fara fram á laugardag en var færður til sunnudags, vegna bikarúrslitaleiksins.

Auðvitað mætum við öll á Laugardalsvöllinn á laugardaginn og hvetjum strákana til sigurðs gegn KR. 

 

Keflavík - Haukar

81-71
Keflavík - UMFN 92-86
Keflavík- Þór Þ. 15 stiga sigur Keflavíkur

Stelpurnar okkar voru að klára landsleikja-prógramið og því loksins allur hópurinn kominn saman til æfinga. Stelpurnar taka þátt í SISU mótinu sem haldið er í Hafnafirði 29 og 30 sept. Fyrsti leikurinn hjá þeim er svo 2. okt. í Powerade-bikarnum.