Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 8. október 2008

Sigur í leik nr 1

Drengjaflokkur, skipaður drengjum f. '90 og '91,  lék sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í gær, þriðjud. 7.okt.  og náðu að sigra skallagrímsmenn barningsleik. Staðan í hálfleik var 45 - 48 fyrir gestina sem að spiluðu agaðan og skipulagðan leik og börðust gríðarlega. Okkar menn voru ekki á skotskónum og fóru ótal mörg góð færi forgörðum. Skallagrímsdrengir leiddu mest með 9 stigum í byrjun seinni hálfleiks. En Keflavíkur drengir náðu að rífa sig upp í síðasta leikhlutanum og klára þetta á vítalínunni. Lokatölur 66 - 60.  

Stigaskor okkar manna:
Hrói 1, Siguður 2, Guðmundur 24, Eðvald 7, Alfreð, 18 og Almar 14 + einhver ríflega 20 fráköst. Kristján og Gísli náðu ekki að skora og Ármann og Bjarni Reyr léku ekki.

Áfram Keflavík.