Sigur í skrítnum leik
Í kvöld áttust við í Valsheimilinu Keflavík og Valur í drengjaflokki (f. '90-'91). Leikurinn var hnífjafn allan tímann og okkar drengir að leika eina þá slökustu vörn sem sést hefur í Hliðunum lengi. Valsmenn áttu gólfið og óðu á okkar körfu trekk í trekk og náðu forystu sem að við jöfnuðum og töpuðum til skiptis. Eftir fyrsta leikhluta stóðu leikar 16 - 20 og Valsdrengir að setja okkur í vandræði aftur og aftur. Í hálfleik leiddum við með 2 stigum eftir þriggja stiga flautukörfu Sigga 35 - 37. Þriðji leikhluti hélst eins og fyrri hálfleikurinn. Leikurinn í járnum og staðan 56 - 56 að loknum þriðja leikhluta. Í stöðunni 50 - 62 og 5 mínútur eftir, öllum að óvörum, fóru Keflavíkur drengir að spila vörn og sýna smá þolinmæði í sóknarleiknum. Leiðir skildu jafnharðan og vannst 4.leikhluti 10 - 31og lokastaðan því 21 stigs sigrur okkar 66 - 87 og það á síðustu 5 mínútum leiksins.
Lið okkar var þannig skipað í kvöld:
Hrói Ingólfsson, Kristján Smárason, Gísli St. Sverrisson, Bjarni Reyr Guðmundsson, Bjarki Rúnarsson, Guðmundur Gunnarsson, Sigurður Guðmundsson, Eðvald Ómarsson, Alfreð Elíasson og Almar S. Guðbrandsson
Stigaskor okkar drengja;
Kristján 4, Bjarki 7, Gummi 17, Siggi 5, Eðvald 8, Alfreð 19, Almar 27
Vítanýting liðs. 13/19
Þökkum Valsmönnum drengilega keppni.
Áfram Keflavík