Fréttir

Körfubolti | 22. mars 2007

Sigur í spennuleik og Keflavík 1-0 yfir

Keflavík sigraði Grindavík í fyrsta leik liðanna undanúrslitum og er komið með forustu 1-0 en leikið var í Keflavík.  Stelpurnar sýndu mikla baráttu undir lok leiksins og náðu 7. stiga forustu þegar um 3. mín. voru en Grindavík náðu að minnka munin niður í 1. stig undir lok leiks.  Þær fengu svo tækifæri til að komast yfir en Bryndís kláraði leikinn á vítalínunni og sigurinn í höfn.

Stelpurnar virtust stressaðar í byrjun leiks og Grindavík náði fljótlega 6-8 stiga forustu. Kesha hélt Keflavíkurliðinu uppi og var sú eina svo kláraði færin sín.  Hjá Grindavík sá Tamara alfarið um stigaskorið enda fékk hún talsvert plás og var með 30 stig í þeim fyrri á meðan þrír aðrir leikmenn skiptu milli sín 12 stigum. Staðan í hálfleik, 36 42.

Grindavík skoruðu fyrstu stig seinni hálfleiks og náðu mest 10 stiga forustu og vörnin hjá báðum liðum takmörkuð og staðan fyrir loka leikhlutann 60-69 fyrir gestina. Í fjórða leikhluta settu Keflavíkurstelpur í fluggír og náðu 7. stiga forustu. Á þessum kafla átti Bryndís frábæran leik ásamt Maríu og Svövu í vörninni. Bryndís kláraði sín færi og hitti vel inní teig ásamt því að smella einum þrist á mikilvægum tíma.

Kesha átti mjög góðan dag og spilaði vel alla leikinn, var með 33 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar.  Bryndísi gekk illa að klára færin í fyrri hálfleik en átti frábæran endasprett þar sem hún sýndi að hún hefur vel taugar í jafna og spennandi leiki.  María átti rétt eins og Bryndís góðan lokasprett í leiknum og var með 14 stig. Svava barist vel allan leikinn og spilaði mjög góða vörn. Kara var með 8 stig og á mikið inni og Birna var með 5 stig á 12 mínutum.

Lokatölur 87-84 og næsti leikur liðanna er í Grindavík á laugardag kl. 15.30. 

 

Tölfræði leiksins.