Sigur liðsheildar hjá frábæru Keflavíkurliði
Keflavík er komið í þægilega stöðu eftir frábæran sigur á Snæfell á Stykkishólmi í kvöld. Þrátt fyrir villuvandræði okkar manna sem fengu lítið gefis frá dómurum leiksins, tókst þeim að sigrast á mótlætinu og vinna gríðalega mikilvægan sigur á leið sinni að Íslandsmeistarabikarnum. Nú er að bara fylla Toyotahöllina á fimmtudaginn og mynda bestu stemmingu sem sést hefur á körfuboltaleik á Íslandi.
Sigurinn er enn einn sigur liðsheildarinnar. Að missa fjóra leikmenn af velli með 5. villur en vinna samt Snæfell á útivelli er frábært. Gunni var besti maður vallarins í fyrrihálfleik og Tommy átti frábæran seinnihálfleik. Susjnara spilaði þær mínutur sem hann var inná mjög vel og gekk Hlyn og félögum erfiðlega að eiga við hann. Jonni byrjaði leikinn mjög vel og Siggi leysti sitt hlutverk ákaflega vel. BA var mjög öflugur, sérstaklega á ögurstundu og Maggi fékk lítinn frið en skoraði eina mikilvægustu körfu leiksins. Þröstur kom inná á erfiðum tíma og lék mjög góðan varnarleik. Arnar mataði félaga sína af góðum sendingum og var með 7. stoðsendingar í leiknum
Snæfell komst í 4-0 en þá kom 7-0 kafla hjá okkar mönnum. Jonni var sterkur á þessum upphafsmínutum ásamt Susnjara en það var Gunnar Einarsson sem setti niður fyrsta þrist leiksins. Og Gunni var ekki hættur því hann bæti við 5 stigum í viðbót og kom Keflavík i 9-17. Heimamenn náðu að klóra í bakkann fyrir lok fyrsta leikhlutans og staðan 14-17.
BA byrjaði 2. leikhluta með 5.stigum og Tommy setti niður fyrsta þrist sinn í leiknum. Keflavík komst svo 10 stigum yfir með körfu frá Susnjara þegar leikhlutinn var hálfnaður. Snæfell náði að minnka muninn niður í 6.stig en þá kom mikilvægur þristur frá Gunna. Gestirnir áttu góðan endasprett fyrir hlé enda nokkrir af okkar mönnum komnir í villuvandræði. Staðan í hálfleik 42-44
Snæfell komst svo yfir í annað skipti í leiknum strax í byrjun 3. leikhluta. Það var þó ekki lengi því Susjnara og Tommy komu Keflavík yfir aftur. Gunni og Tommy komu svo með sitt hvorn þristinn og komu forustunni aftur í 10.stig, 49-59 og 4. mín. eftir af þriðja leikhluta. Og alltaf þegar heimamenn voru líklegir til að saxa á forustuna kom Tommy með þrist. Tommy átti frábæran leikhluta var gjörsamlega óstöðavandi setti niður fjóra þrista og þann síðasti um leið og leiktímanum lauk. Staðan því 64-73.
Mikil villuvandræði voru hjá okkar mönnum og þeir hvíldu stóran hluta af þriðja leikhluta, Jonni og Susnjara. Þeir komu inná aftur í byrjun 4. leikhluta en Jonni nældi sér strax í sína 5. villu. Susnjara skoraði sitt 10.stig og kom Keflavík, 68-77. Hann fékk svo ódýrustu villu leiksins og inná kom Ísafjarðartröllið Siggi sem hafði leyst sína stöðu vel í leiknum. BA kom forustunni 12 stig og enn einn leikmaðurinn fauk útaf þegar Gunnar fékk sína 5. villu. Þröstur leysti því Gunna af hólmi og átti slæma sendingu og Snæfell minnkaði munninn niður í 7.stig og enn rúmar 6. mín. eftir af leiknum. BA var sterkur á þessu kafla kom okkur í 8. stiga forustu og Siggi Þorvalds. svarar með þrist og staðan 81-86. Allt að verða vitlaust í húsinu, þegar Maggi sem hafði haft hægt um sig setti niður mikilvægustu körfu leiksins og það þriggja stiga. Staðan því 81-89 og 1.30 eftir af leiknum. Justin setti niður 2. viti og tíminn naumur fyrir Snæfell sem brjóta á Magga sem skilar báðum vítunum niður. Mikil örvænting hjá heimamönnum svo brjóta bæði á BA og Tommy sem skila 4. stigum í hús. BA toppar svo góðan leik sinn með þristi nánast frá miðju um leið og leiktíminn er úti.
Stigahæstur Tommy með 27.stig, 8. fráköst og 5.stoðsendingar. BA 23.stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Gunnar 16.stig og 4/7 í þriggja. Maggi og Susnjara 11.stig.