Fréttir

Körfubolti | 6. mars 2008

Sigur og tap hjá unglingaflokki

Unglingaflokkur spilaði tvo með stuttu milli bili í síðustu viku og var útkoman misjöfn. Heimaleikur á móti Val var jafn og spennandi þangað til Elvar sýndi Valsmönnum hvar Davíð keypti ölið. Hann fór gjörsamlega á kostum og var allt í öllu í vörn og sókn. En að lokum náði Elvar með Sigga sér við hlið að rífa með sér liðsheildina og var það hún sem dró sigurinn í land. Lokatölur urðu Keflavík 95 - Valur 81.

 

Elvar 17 stig. Sigurður 14 stig. Axel 12 stig 5/3 víti 1-3stiga . Guðmundur 11 1-3stiga . Þröstur 10 stig 2/0 víti 1-3stiga. Magni 8 stig 2-3stiga . Sigfús 8 stig 4/3 víti 1-3stiga . Jóhann 6 stig 2-3stiga . Róbert 3 stig 1-3stiga . Alfreð 3 stig 3/1 víti . Garðar 2 stig . Eyþór 1 stig 2/1 víti .

 

P. S. Úrslit í Unglingaflokk  Fyrri leikurinn   Keflavík 95-Valur 81  Síðari leikurinn  KR 98 –Keflavík 61 

 

Síðari leikurinn var á móti þeim röndóttu úr Vesturbænum og til þess að gera langa og dapra sögu stutta þá sáu okkar menn aldrei til sólar. Í svona leik verða allir að mæta og vera með, það er víst ekki nóg að segja það, menn verða að vera tilbúnir þegar kemur loks að toppslagnum. En það er enn von, titillinn er ekki en runninn úr greipum okkar. Menn verða bara að leggja allt í sölurnar í næstu leikjum og það hefst.  Lokatölur urðu KR 98 - Keflavík 61.

 

Sigurður 16 stig 2/0 víti 1-3stiga . Elvar 15 stig 4/1 víti. Sigfús 9 stig 2/2 víti 1-3stiga . Þröstur 6 stig . Eyþór 5 stig 2/1 víti . Axel 4 stig 2/2 víti . Almar 3stig 4/1 víti . Róbert 1 stig 2/1 víti . Alfreð 1 stig 2/1 víti . Guðmundur  1 stig 2/1 víti .

 

Kveðja

Jón I Guðbrandsson