Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 13. október 2010

Sigur og tap hjá unglingaflokki drengja.

Það sem af er vetri hefur unglingaflokkur drengja spilað tvo leiki.  Tap í þeim fyrsta og sigur í öðrum leik.  Allir drengirnir, nema Sigmar, eru einnig í drengjaflokki.

 

Keflavík - Valur 76-84, Toyota höllin, 1. október 2010.

 

Leikurinn var mjög jafn frá byrjun en Valsmenn þó alltaf með undirtökin í fyrri hálfleik.   Valsmenn náðu svo 14 stig forustu rétt fyrir lok 3ja leikhluta. Þá kom flottur kafli hjá okkar strákum sem jöfnuðu leikinn 76-76. Síðustu 2.mín í leiknum því miður Valsmanna, þar sem þeir settu niður tvær 3ja stiga körfur úr mjög erfiðum skotum á meðan okkar strákar voru mjög óheppnir með sín skot.

En strákarnir börðust fram á síðustu sekúndu og geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir tap.

 

Stigaskor

Kristján T        14 stig

Ragnar Gerald 13 stig

Andri Dan       13 stig

Sævar Eyjólfs  13 stig

Hafliði Már     10 stig

 

Fjölnir – Keflavík 63-68, Dalhús í Grafarvogi, 9. október 2010.

 

Keflavík  gerði góða ferð í Grafarvog og fóru með sigur þaðan eftir 63-68 sigur á Fjölni.  Keflavíkurstrákar höfðu undirtökin í leiknum framan af en í seinni hálfleik minnkaði allt flæði í leik þeirra á meðan Fjölnir gekk á lagið og komust yfir fyrir lok 3ja leikhluta.  Keflvíkingar tóku góðan sprett í byrjun 4.leikhluta og komust aftur yfir með góðum leik Sigmars, Sigurðar og Kristjáns þar sem þeir félagar skoruðu 20 af 22 stigum Keflavíkur í 4.leikhluta. 

Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem leikmenn fengu dæmdar á sig  tækni- og ásetningsvillur út og suður en strákar okkar létu það ekki slá sig út af laginu og kláruðu leikinn með stæl.

Góð vörn og agaður sóknarleikur skilaði strákunum glæsilegum sigri á annars góðu liði Fjölnis. 

 

Stigaskor

Sigmar Logi 20 stig

Siggi Viggi 16 stig

Andri Þór (Þyrnirós) 15 stig

Kristján 6 stig