Fréttir

Karfa: Karlar | 9. september 2008

Sigur og tap í æfingaleikjum

Keflavík sigraði hraðmót UMFN og Kosts í meistaraflokki kvenna sem haldið var í tengslum við ljósanótt í íþróttahúsi Keilis á Vallarheiði.

Keflavíkurstelpur sigruðu sannfærandi í öllum leikjum sínum á mótinu. Þær sigruðu lið Hauka í úrslitum með 39 stigurm gegn 35. Hamar úr Hveragerði sigraði svo lið Grindavíkur í hörku leik um þriðja sætið með 32 stigum gegn 27.

Á heimasíðu Njarðvíkur þakkar kvennaráði kkd UMFN, öllum þeim sem tóku þátt í að gera mótið að veruleika. Leikmönnum, þjálfurum, dómurum og öðru starfsfólki mótssins eru færðar þakkir sem og Tómasi og hans fólki í Keili fyrir að lána húsið. 

Lokaröð liðanna var eftirfarandi.

1. Keflavík
2. Haukar
3. Hamar
4. Grindavík
5. KR
6. Fjölnir
7. Njarðvík
8. Keflavík b (sem léku í stað Valsstelpna).

Strákarnir spiluðu úrslitaleik í æfingamótinu sem haldið var í kringum ljósanótt og töpuðu naumlega fyrir Grindavík, 99-95.  Grindavík mætti með vel skipað lið á mótið en mikið að yngri leikmönnum Keflavikur fengu að spreyta sig.