Sigurður G. Sigurðsson skiptir yfir í Keflavík
Þórsarinn Sigurður Grétar Sigurðsson er genginn til liðs við Keflavík. Siggi sem kemur frá Þór Akureyri, er 180 bakvörður og er 27 ára. Hann átti við meiðsli að stríða á síðasta tímabili en á að baki unglingalandsliðsleiki og fjölda leikja með Þórsurum bæði í úrvalsdeild og 1. deild. Sigga var með 15 stig í 14 leikjum tímabilið 2004-2005 í 1.deildinni og spilaði 14. leiki í úrvalsdeildinni 2006 áður en hann meiddist. Stjórn KKD Keflavíkur býður Sigurð velkominn til Keflavíkur.