Fréttir

Körfubolti | 20. apríl 2006

Sigurður Ingimunarsson þjálfar Keflavík áfram

Nú í dag Sumardaginn fyrsta skrifaði Sigurður Ingimundarsson þjálfari meistaraflokks karla undir nýjan samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Það er mikið fagnaðarefni að njóta krafta Sigurðar áfram enda afar farsæl þjálfari og áður leikmaður Keflavíkur. Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar hefur einbeitt sér að því á síðustu vikum að undirbúa næsta tímabil enda allir staðráðnir í að gera betur en á síðasta tímabili sem í raun var talsverð vonbrigði fyrir metnarfull félag eins og okkar. Þó að liðið hafi náð að komast í úrslit í báðum bikarkeppnum og fallið naumlega úr leik í undanúrslitum þá var markið sétt mun hærra.

 

Evrópukeppnin var líka ákaflega skemmtileg eins og undanfarinn ár en við náðum að jafna árangur síðustu ára og komast upp úr okkar riðli. Fellum svo úr leik fyrir hinu geysisterka liði CAB Madeira eftir hetjulega baráttu. Eftir stendur að liðið náði að hampa deildarmeistaratitillum og í raun kom sá árangur á óvart enda vorum við talsvert á eftir Njarðvíkingum um áramótin. Það er alveg á hreinu að við sem komum að körfunni í Keflavík erum ekki sáttir við árangurinn þetta tímabilið og markimiðið að ná aftur bikarnum stóra í skápinn á Sunnubrautinni.

 

 

 

 

Kristján Guðlaugsson gjaldkeri og Sigurður Ingimundarsson staðfesta samninginn.

 

 

Samningurinn undirritaður fyrr í dag.