Fréttir

Karfa: Karlar | 24. júní 2009

Sigurður Ingimundarson kveður herbúðir Keflvíkinga

Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að taka tilboði sænska liðsins Solna um þjálfun liðsins og halda út á vit ævintýranna á næsta tímabili. Það er ljóst að þetta er stórt skarð í lið Keflavíkur en það kemur engu að síður maður í manns stað og vonum við að leitin af arftakanum muni ekki taka langan tíma. Sigurður hefur staðið vaktina prýðilega með liði Keflavíkur í gegnum árin og uppskorið fjöldann allan af titlum, bæði sem leikmaður og nú síðast sem þjálfari. Stjórn KKDK langar að nota tækifærið og þakka Sigurði fyrir vel unnin störf hjá félaginu í gegnum árin og þann frábæra árangur sem hann hefur náð með Keflavíkurliðið. Einnig óskum við honum góðs gengis í Svíþjóð og vonum að hann nái að uppskera jafn vel og hann hefur gert í Keflavík undanfarin 17 ár.

 

Óskar Ó. Jónsson talnaspekingur hefur tekið saman fyrir okkur tölfræðina sem að Sigurður hefur afrekað í gegnum árin með bæði kvenna- og karlaliðið. Við kunnum Óskari bestu þakkir fyrir þessar tölur. Á þeim 17 árum sem að Sigurður hefur þjálfað fyrir Keflavík, þá hafa 33 titlar ratað í Keflavík. Sá árangur verður að teljast býsna góður út af fyrir sig og ljóst er að ekki verður auðvelt að leika þennan árangur eftir. Eftirfarandi tölfræði um feril Sigurðs Ingimundarsonar sem þjálfari hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur kemur hér.

 

 

 

39+1 titlar Sigurðar Ingimundarsonar með meistaraflokkum Keflavíkur

 

13+1 Íslandsmeistaratitlar

8 Bikarmeistaratitlar

12 Deildarmeistaratitlar

4 Fyrirtækjabikarmeistaratitlar

2 Meistara meistaranna

 

------------------------------------

 

32+1 titlar þjálfarans Sigurður Ingimundarsonar með Keflavík:

 

10+1 Íslandsmeistaratitlar

- Konur: 1992, 1993, 1994, 1996, (+2000), 2004

- Karlar: 1997, 1999, 2003, 2005, 2008

 

6 Bikarmeistaratitlar

Konur: 1993, 1994, 1995, 1996

Karlar: 1997, 2003

 

10 Deildarmeistaratitlar

Konur: 1993, 1994, 1995, 1996

Karlar: 1997, 1999, 2002, 2005, 2006, 2008

 

4 Fyrirtækjabikarmeistaratitlar

Karlar: 1997, 1998, 1999, 2003

Konur: Aldrei

 

2 Meistara meistaranna

Karlar: 1997, 2008

Konur: Aldrei

 

+ Sigurður stjórnaði kvennaliði Keflavíkur til sigurs í oddaleik lokaúrslitanna 2000 þar sem þjálfarinn Kristinn Einarsson tók út leikbann í þeim leik.