Fréttir

Karfa: Karlar | 29. apríl 2011

Sigurður Ingimundarson þjálfar meistaraflokk karla

Sigurður Ingimundarson hefur skrifað undir 2ja ára samning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur um þjálfun á meistaraflokk karla. Samningurinn var undirritaður í gærkvöldi og tekur Sigurður því við Keflavíkurliðinu aftur eftir 2ja ára hlé.

Sigurður hóf þjálfun á kvennaliði Keflavíkur árið 1992, en tók við þjálfun karlaliði Keflavíkur árið 1996. Með karlaliðinu hefur hann 5 sinnum orðið Íslandsmeistari.

Stjórn býður Sigurð velkomin heim aftur og óskar honum velfarnaðar í starfi.

Eftirfarandi tölfræði um árangur Sigurðar með Keflavíkurliðunum var fengin á sínum tíma hjá Óskari Ófeigi, tölfræðispekingi Íslands:

 

39+1 titlar Sigurðar Ingimundarsonar með meistaraflokkum Keflavíkur

 

13+1 Íslandsmeistaratitlar

8 Bikarmeistaratitlar

12 Deildarmeistaratitlar

4 Fyrirtækjabikarmeistaratitlar

2 Meistara meistaranna

 

------------------------------------

 

32+1 titlar þjálfarans Sigurður Ingimundarsonar með Keflavík:

 

10+1 Íslandsmeistaratitlar

- Konur: 1992, 1993, 1994, 1996, (+2000), 2004

- Karlar: 1997, 1999, 2003, 2005, 2008

 

6 Bikarmeistaratitlar

Konur: 1993, 1994, 1995, 1996

Karlar: 1997, 2003

 

10 Deildarmeistaratitlar

Konur: 1993, 1994, 1995, 1996

Karlar: 1997, 1999, 2002, 2005, 2006, 2008

 

4 Fyrirtækjabikarmeistaratitlar

Karlar: 1997, 1998, 1999, 2003

Konur: Aldrei

 

2 Meistara meistaranna

Karlar: 1997, 2008

Konur: Aldrei

 

+ Sigurður stjórnaði kvennaliði Keflavíkur til sigurs í oddaleik lokaúrslitanna 2000 þar sem þjálfarinn Kristinn Einarsson tók út leikbann í þeim leik.

 

 


Sigurður Ingimundarson með bikarinn góða árið 2008