Fréttir

Karfa: Karlar | 20. maí 2008

Sigurður Ingimundarsson skrifar undir nýjan samning

Þjálfari ársins Siguður Ingimundarsson skrifaði í kvöld undir nýjan tveggja ára samning við körfuknattleiksdeildina. Mörg lið höfðu verið á eftir Sigga sem við lítum á sem viðurkenningu fyrir okkar starf. Enda ef mið er tekið af síðustu 6.árum höfum við orðið 4. sinnum Íslandsmeistarar og uppgangur körfunar í Keflavík verið ótrúlegur.

Við óskum Sigga og stuðningsmönnum til hamingu með undirskriftina.

Sigurður og Margeir formaður handsala samninginn í Toyotahöllinni í kvöld. ( mynd vf.is )