Fréttir

Körfubolti | 29. apríl 2007

Sigurður Ingimundarsson þjálfar Keflavík áfram

Sigurður Inigmundarsson skrifaði í gær undir samning við stjórn KKDK og mun því Siggi þjálfa mfl. karla áfram. Siggi hefur náð frábærum árangri með Keflavíkurliðið, bæði sem leikmaður og þjálfari, þó stóru titlarnir hafi ekki verið geymdir í Keflavík síðustu tvö ár.  Nú er stefnan tekið á toppinn og mikill metnaður í stjórn, þjálfara og leikmönnum fyrir næsta tímabil.

Einnig endurnýjaði Jón Norðdal Hafsteinsson samning sinn við Keflavík í gær, en Jonni hefur allan sinn feril spilað með okkur.