Fréttir

Silfurhafar 8. flokks drengja og stúlkna
Karfa: Yngri flokkar | 29. maí 2024

Silfurhafar 8. flokks drengja og stúlkna

8. flokkur stúlkna kepptu á sinni úrslitatúrneringu í Umhyggjuhöllinni sl. helgi. 

Keflavíkur stúlkur mættu Stjörnunni í hreinum úrslitaleik eftir að bæði lið höfu unnið fyrstu þrjá leiki sína sannfærandi.

Úrslitaleikurinn var stál í stál allan tíman. Jafnt var 64-64 þegar 30 sekúndur lifðu leiks. Stjarnan stelur boltanum og setja niður þriggjastiga körfu. Keflavík reyndu að jafna með þriggjastigaskoti sem geigaði og Stjarnan kláraði leikinn á vítalínunni. 

Stelpurnar mega vera stoltar af frammistöðu sinni í úrslitaleiknum. Allar stelpurnar settu sitt á vogaskálarnar í leiknum, með slíkri liðsheild er framtíðin björt.

Úrslit helgarinnar: https://websites.mygameday.app/comp_info.cgi?a=ROUND&round=-1&client=0-12977-0-631706-0&pool=23

8. flokkur drengja kepptu einnig á sinni úrslitatúrneringu í Umhyggjuhöllinni sl. helgi.

Keflavíkur drengir spiluðu 4 leiki, sigruðu 3 og töpuðu 1 leik, með því hlutu þeir silfur á Íslandsmótinu. Frábær árangur hjá strákunum og mega þeir vera stoltir af frammistöðu sinni í vetur.

Úrslit helgarinnar: https://websites.mygameday.app/comp_info.cgi?a=ROUND&round=-1&client=0-12977-0-631713-0&pool=35