Fréttir

Körfubolti | 29. desember 2006

Sjónvarpsleikur gegn Snæfell

Strákarnir halda upp á Snæfelsnes á morgun og spila við heimamenn kl. 16.00. Snæfell er sem stendur í 1-4 sæti með 16 stig en Keflavík er í því fimmta með 14 stig í jöfnustu deild í langan tíma. Leikurinn er því mjög mikilvægur en hann er sýndur beint á RUV sem ætti að gleðja marga, enda langt síðan körfubolti var beint í sjónvarpinu.  Þó er líklegt að einhverjir taki sér rúnt til Stykkishólms enda færðin eins og að sumarlagi.

Flestir leikmenn okkar ættu að vera í standi fyrir leikinn, nema Thomas sem hefur átti við smá meiðs að stríða í síðustu leikjum.  Nýji leikmaður okkar Isma´il Muhammad leikurinn sinn fyrsta leik með liðinum.

Þess bera að geta að næsti heimaleikur liðsins er ekki fyrr en 21. jan. og því tilvalið að skella sér á eihvern af þessum útileikjum á næstunni. 

Leikir Keflavíkur í janúar:

Lau. 30.des.   Stykkishólmur   16.00    Snæfell - Keflavík          RUV
Lau.  6.jan      Borgarnes         16.00    Skallagrímur - Keflavík  RUV
Þri.  9.jan        Iða                    19.15    FSu - Keflavík              Bikar
Fim.  18. jan.  DHL-Höllin      19.15     KR - Keflavík

Sun. 21.jan.   Keflavík            19.15     Keflavík - Fjölnir