Fréttir

Karfa: Konur | 10. mars 2011

Skellur hjá stelpunum

Keflavíkurstúlkur riðu ekki feitum hesti þegar Hamarsstúlkur mættu í heimsókn í Toyota Höllina í gærkvöldi. Leikurinn hafði enga þýðingu fyrir hvorugt lið, en engu að síður mjög mikilvægur sálfræðilega séð fyrir úrslitakeppnina sem byrjar á næstu dögum. Það er óhætt að segja að Hamar hafi ráðið ferðinni í gær, en lokatölur leiksins voru 72-91. Staðan í hálfleik var 29-48.

Hamar og Keflavík sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Heildarskor:
 
Keflavík: Jacquline Adamshick 22/15 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 19/8 fráköst, Marina Caran 12/6 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 6/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Bryndís Guðmundsdóttir 4/4 fráköst, Árný Sif Kristínardóttir 2, Marín Rós Karlsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 0, Hrönn Þorgrímsdóttir 0, Sigrún Albertsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0.
 
Hamar: Slavica Dimovska 21/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 19/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 16/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14, Jaleesa Butler 12/15 fráköst/5 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Adda María Óttarsdóttir 2, Rannveig Reynisdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Jenný Harðardóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Þórunn Bjarnadóttir 0/5 fráköst.
 
 
Í kvöld fer fram stórleikur Keflavíkur og Grindavíkur í Iceland Express deild karla. Bæði lið þurfa að sigra til að eiga möguleika á að landa 2. sætinu í deildinni. Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við alla til að láta sjá sig!