Fréttir

Karfa: Konur | 9. október 2011

Skellur í DHL höllinni í dag

Það bjuggust flestir við spennandi leik þegar Keflavík og KR mættust í leik um meistara meistaranna í dag. Bæði lið hafa komið vel út á undirbúningstímabilinu og sýnt klærnar í sínum leikjum.

Keflavíkurstúlkur voru grimmari í upphafi leiks og náðu forystu á fyrstu mínútunum. KR sótti í sig veðrið og náði yfirhöndinni, en þær leiddu undir lok fyrsta leikhluta 20-14. KR hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og hægt og bítandi bættu þær við forskot sitt án þess að Keflavík gæti komið miklu í gang í leik sínum.

Seinni hálfleikur var í raun einstefna og eign KR-stúlkna. Sóknarleikurinn hjá Keflavík var ekki upp á marga fiska og fengu kerfin ekki að flæða sem skyldi. Búist var fastlega við að Jaleesa Butler myndi taka upp sterkari leiðtogastöðu með fjarveru Birnu Valgarðsdóttur frá Keflavíkurliðinu, en það gerði hún ekki. Pálína barðist að venju eins og ljón á vellinum, en það dugði því miður skammt. Tapaður bolti var gríðarlegt vandamál í leiknum, en Keflavík var með 30 tapaða bolta á meðan KR var með 13.

Lokatölur voru 88-49 fyrir KR og þær því meistarar meistaranna í ár.

Stigaskor:

 

Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Sigrún Albertsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Helga Hallgrímsdóttir 0/7 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0.

 

KR: Reyana Colson 23/13 fráköst/7 stolnir, Margrét Kara Sturludóttir 22/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 5/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2, Rannveig Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Anna María Ævarsdóttir 0, Helga Hrund Friðriksdóttir 0.