Skemmtilegt lokahóf á sunnudaginn
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur sem haldið var á H-punktinum á sunnudagskvöldið heppnaðist mjög vel. Verðalaunaafhending og happdrætti eru liðir sem hefð eru fyrir á lokahófum deildarinnar en einnig hafa bæði karla og kvennaliðin komið með skemmtilegt innlegg síðustu árin. Í ár var kvennaliðið með annál sem Halldóra flutti og þó ekki hafi nema einn titill unnist á tímabilinu sem ekki þykir mikið hjá sigursælasta liði deildarinnar þá var af mörgu að taka. Keppnisferðinni til Hollands var td gerð góð skil og verslunarleiðangur sem nauðsylegt þykir í ferðum sem þessum.
Strákarnir sýndu vídeó sem þeir hefðu unnið saman síðustu daga. Þeir höfðu þeir ferðast um bæjarfélagið og heimsótt leikmenn, þjálfara og stjórnarmenn og gert hina ýmsu hrekki. Einnig voru nýliðarnir teknir inní hópinn með stæl. Þröstur og Jón Gauti stóðust hverja þrautina af annari og eru greinilega klárir í hvað sem er. Frábært atriði hjá strákunum í liðinu og maður er strax farinn að hlakka til á næsta ári og veltir fyrir sér hvað þeim skyldi detta í hug þá.
Besta stuðningssveit landsins Trommusveitinn, var líka vel með á nótunum og var með sína gerð af verðlaunaafhendingu. Þar td grínisti ársins valin og komu nokkrir til greina. Sigur úr býtum hlaut þó Arnar Freyr Jónsson enda löngu orðin landsfræg ummæli hans við Rögnvald dómara undir lok leiksins á móti Skallagrím '' ertu ekki að grínast''. Eins gott samt að menn láta þetta ekki út úr sér inn í íþróttahúsum landsins enda er víst að tæknivilla fylgi þar í kvölfarið :))
Skemmtilegt lokahóf að baki og framundan er kkí þingið sem fram fer um næstu helgi. Stjórnin vill nota tækifærið og þakka þeim sem tóku þátt í hófinu með okkur og óskar öllum stuðningsmönnum Keflavíkur gleðilegs sumars.

Grínisti ársins Arnar Freyr Jónsson.