Skemmtilegt viðtal Sigga Valla á karfan.is
Gott viðtal er að finna við Sigurð Valgeirsson á karfan.is. Hér er smá brot úr þessu skemmtilega viðtali :„Strákarnir sýndu svo úr hverju þeir eru gerðir og unnu alla leikina á meðan A.J. var í banni þó svo liðin séu talin vera í lakari kantinum sem þeir sigruðu þá voru tveir leikir á útivelli. Strákarnir þéttu sig saman og unnu leikina fyrir A.J. Vlad Boer kom í morgun og ég trúi ekki öðru en að hann geti hjálpað okkur, hann er nauðsynleg viðbót við Keflavíkurliðið því okkur vantar hæðina og þyngdina.“
„Leikurinn gegn Skallagrím í Borgarnesi í næstu viku er stórhættulegur. Tap Njarðvíkinga í Borgarnesi kom mér ekki á óvart. Að spila í Borgarnesi er eins og að spila ofan í gryfju. Það er ægilegt að hafa öskrandi áhorfendurnar fyrir ofan sig. Leikvöllurinn á Sauðárkróki var svona fyrir breytingu. Það munar miklu fyrir Skallagrím að hafa fengið Byrd aftur til liðsins og það er erfitt að eiga við hann.“
Hér_er_hægt_að_lesa_viðtalið_í_heild_sinni.
Skemmtileg mynd af snillingnum.