Fréttir

Karfa: Konur | 19. október 2011

Skothelt hjá stelpunum gegn Hamri

Það tók ekki langan tíma fyrir Keflavíkurstúlkur að hrökkva í gang eftir erfitt tap í fyrstu umferð gegn Fjölni, en þær mættu Hamarsstúlkum í kvöld í Toyota Höllinni. Leikurinn var í raun einstefna frá upphafi til enda og voru lokatölur 105-65 fyrir Keflavík.

Keflavíkurstúlkur byrjuðu með látum og komust í 8-0 forystu. Þrátt fyrir að Hamar hafi þá fyrst náð að setja stig, þá voru þær í raun að gera tilraun með að kroppa í hæla Keflavíkurliðsins út allan leikinn án árangurs.

Allar stúlkurnar í Keflavíkurliðinu fengu spilaskammt og skoruðu 11 leikmenn af 12 einhver stig í leiknum. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum og skoraði 32 stig. Jaleesa Butler, Birna Valgarðsdóttir og hin efnilega Sara Rún Hinriksdóttir skoruðu allar 16 stig. Butler hirti 11 fráköst þar að auki.

 

Pálína setti 32 stig í kvöld að hætti hússins (mynd: vf.is)