Skráning hafin - Allir í körfu
Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu iðkenda á keflavik.is/karfan og munu æfingar allra flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 1. sept.
Fyrir þá sem óska aðstoðar við skráningu verða meðlimir Barna- og unglingaráðs til taks í Íþróttahúsi Keflavíkur 2. hæð n.k. þriðjudag 2. sept. milli kl. 17-20. ATH. að allir iðkendur verða að vera skráðir.
Æfingatöfluna má nálgast hér.
Þjálfarar deildarinnar verða kynntir til leiks fljótlega á heimasíðunni.
ALLIR nýir iðkendur deildarinnar fá frían keppnisbúning (treyja og stuttbuxur).
ALLIR skráðir iðkendur í yngri flokkum félagsins fá frítt á leiki meistaraflokksliða félagsins.
ÁFRAM verður boðið upp á frábærar morgun-/aukaæfingar tvisar í viku fyrir 8. bekk og eldri og hefjast þær æfingar í byrjun oktober.
Allir flokkar munu æfa í 9. mánuði en gjaldskrá er skv. eftirfarandi:
1. og 2. bekkur kr. 33.300 (3.700 pr. mán) 2 æfingar í viku
3. og 4. bekkur kr. 38.700 (4.300 pr. mán) 3 æfingar í viku
5. og 6. bekkur kr. 44.100 (4.900 pr. mán) 4 æfingar í viku
7. flokkur og eldri kr. 48.600 (5.400 pr. mán) 4-5 æfingar í viku
Veittur er systkinaafsláttur sem er þannig að elsta systkini greiðir fullt gjald en önnur hálft: