Skráning í K-húsi í dag milli kl. 17.00 og 21.00
Yngri flokka starfið fer senn að hefjast hjá okkur í Keflavík og fer skráning fram í K-húsinu í dag, þriðjudag. Fulltrúar barna og unglingastarfs verða á staðnum frá kl.17.00 til 21.00 og hvetjum við sem flesta foreldra að koma og skrá börnin sín. Mikið verður um að vera í vetur og er markmiðið að fjölga iðkenndum frá síðasta ári.
Mynd frá Samkaupsmótinu 2006