Skvísukvöld á föstudag
Undanfarna mánuði hefur kvennaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur undirbúið svokallað Skvízukvöld sem haldið verður föstudaginn 14. mars nk. í TM-Höllinni.
Á þessu skemmtikvöldi, sem er til styrktar kvennakörfunni, verður boðið uppá góðan mat, happdrætti, óvænt skemmtiatriði, Sigga Kling mætir í hús auk þess sem hljómsveit kvennaráðsins mun hita upp fyrir trúbadorana „Heiður“ sem munu slá takt í skvízurnar er líður á kvöldið. Skvízukvöldið var haldið í fyrsta skipti í fyrra og tókst með eindæmum vel. Um er að ræða frábært framtak hjá kvennaráði og nú er það undir konunum komið að fjölmenna og styðja við okkar frábæru körfuboltastelpur.
Ennþá eru örfáir miðar eftir og eru allar konur velkomnar.
Miðapantanir eru hjá kvennaráði en það skipa þær Anna María, Anna Pála, Björg Hafsteins, Erla Reynis, Kristín Blöndal og Marín Rós