Fréttir

Körfubolti | 11. desember 2005

Skylduverkefni lokið, Keflavík í 16 liða úrslit

Keflavík sigraði Fjölni í kvöld með 8 stigum, 104-96 í 32 liða úrslitum bikarkeppni kki og Lýsingar. Keflavík var með forustu allan leikinn en náði samt aldrei að hrista Fjölnir af sér. Gunnar Stefánsson fékk sæti í byrjunarliði Keflavíkur eftir góðan leik á móti Madeira í síðustu viku. AJ sem átti dapran dag í þeim leik kom sterkur inn og átti afbragðs leik. AJ var kominn með 13 stig eftir fyrsta leikhluta og endaði leikinn með 37 stig.

Staðan í hálfleik var 55-47 og AJ búinn að sjá að mestu um stigaskorið. Zlatko átti í mersta barsli með að stöðva Fred Hooks hjá Fjölni sem virtist geta skorað að vild. Jonni spilaði mjög góða vörn og Sverrir kom inn með baráttu í liðið.

Góður kafli hjá Keflavík í þriðja leikhluta gerði út um leikinn. Þar má segja að liðið hafi spilað þá vörn sem við viljum sjá og komu auðveldar körfur í kjölfarið. Keflavík breytti stöðunni úr 62-57 í 73-57 og þar á meðal var Gunnar Stef. með góðan þrist.

10 stig skildu liðin af fyrir fjórða leikhluta en Fjölnismenn voru ekki á því að gefast upp á náðu að minnka muninn niður í 6 stig. Þá var komið að Magnúsi nokkrum Gunnarsyni sem hafði haft hægt um sig fram að þessu og aðeins kominn með 8 stig.  Maggi setti niður  tvo þrista og tvö stig að auki og þar með 8 stig í röð. Þar voru vonir Fjölnismanna endanlega úti og Keflavík kláraði leikinn á vítalínunni. Sverrir Þór var öruggið uppmálað og skoraði síðustu stig leiksins.

Keflavíkurliðið gerði eins og þurfti í þessum leik og lítið meira en það. Sigurinn virtist aldrei vera í hættu og nokkuð þægilegur sigur í höfn. Það var sú tilfinning sem maður hafði á leiknum, þó stigamunurinn hafði oft ekki verið mikill. Bestu menn Keflavíkur voru AJ sem skoraði 37 stig og tók 11 fráköst. Jonni var öflugur í vörn og skoraði 11 stig. Maggi hafði hægt um sig en sýndi hvað hann getur á stuttum kafla í leiknum og skoraði flottar körfur og endaði leikinn með 16 stig. Gunnar Stef. virðist vera stiga upp í vetur og spilaði vel og skoraði 10 stig. Zlatko var alls ekki góður í vörn en skoraði þó 11 stig en tók aðeins 5 fráköst sem varla telst mikið. Gunnar Einarsson skoraði 7 stig, Sverrir Þór 6, Halldór 2 stig og Elentínus 2 stig. Arnar Freyr sem er jafna sig á bakmeiðslum sem hann hlaut á æfingu fyrir Evrópuleikinn, spilaði aðeins 8 mín. í leiknum.

Næsta verkefni liðsins er Evrópuleikur á Madeira og fer liðið út á miðvikudagsmorguninn.

Tölfræði leiksins mun ekki koma inn fyrir en í fyrramáli sökum tæknilegs vandamáls.

Mynd úr leiknum, Keflavík-Fjölnir