Slæmur lokakafli og oddaleikur á fimmtudag
Keflavík náði ekki að sigra Skallagrím í fjórða leik liðanna í Borganesi í kvöld. Staðan í einvíginu er því 2-2 og liðin verða mætast í hreinum oddaleik sem fram fer í sjálfu Sláturhúsinu á fimmtudaginn kemur.
Keflavík hafði forustu mest allan leikinn en fát í sóknarleik liðsins í fjórða leikhluta varð okkur að falli að þessu sinni. Keflavík náði mest 10 forustu í 2. leikhluta með góðri pressuvörn, en Skallagrímur náði að minnka muninn niður í 2 stig fyrir háfleik. Keflavík var með forustu allan 3. leikhluta en Skallagrímur komst yfir í þegar 7. mín. voru eftir af leiknum 80-78. Á þessum kafla var AJ kominn með 4 villur og sumar fyrir litlar sakir. Keflavík náði aftur forustu þegar Elli blakaði boltanum ofaní og Sverri setti niður annað vítið í næstu sókn 80-83 og 2.44 eftir. Þá kom til sögu hræðilegur kafli hjá okkur og Skallagrímur skorar 14 stig gegn 2 á lokakaflanum.
Keflavík spilaði í raun ágætlega í leiknum ef undan er skilið síðustu 3-4 mínutur leiksins og á þeim kafla virtist boltinn ekki vilja í ofaní. Skallagrímsmenn neituðu að gefast upp og uppskáru oddaleik í Sláturhúsinu á fimmtudaginn.
Vlad skoraði 18 stig og átti fína spretti í leiknum en hitti illa á lokakaflanum. AJ skoraði 16 stig en átti ekki góðan dag á hans mælikvarða og villu vandræði komu í veg fyrir að hann gæti beit sér að fullu. Sverrir Þór skoraði 11 stig og átti mjög góðan dag. Maggi var góður og setti niður 14 stig. Gunni E. 9 stig og átti góðan fyrri hálfleik.