Slæmur skellur í Vesturbænum
Keflavik féll úr leik í Subway-bikarnum eftir tap fyrir KR í 8-liða úrslitum í gær. Strákarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru með forustu 14-22 eftir 1. leikhluta. Eftir það átti liðið lítinn möguleika og skoruðu aðeins 10. stig í öðrum leikhluta. Þeir töpuðu svo seinnihálfeik með alls 22.stigum og lokatölur 95-64.
Kr-ingar leggja mikið undir í vetur, eru með góðan kana ásamt því að hafa endurheimt Jón Arnar en þeir tveir voru stigahæstir heimamanna með 20. stig.
Siggi var bestur okkar manna með 17.stig og 12. fráköst. Jonni átti fína spretti fram að villuvandræðum og var með 12.stig. Hörður var með 11. stig og skoraði þau í byrjun leiks.
En það er hægt að bæta fyrir þetta allt. En þá þarf að mæta grimmir til leiks í alla 4. leikhlutana gegn KR í næsta leik. Og það er ekki langt að bíða því hann er á föstudaginn í Toyotahöllinni.
Úr leiknum í gær (Mynd Stefán og Daníel)