Sláturhúsið verður Toyota-höllin
Birgir Már Bragasson formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og Ævar Ingólfsson framkvæmdastjóri Toyota í Reykjanesbæ undirrituðu í dag samningin um nýtt nafn á heimavelli Keflavíkurliðsins. Heimavöllur liðsins sem er íþróttahúsið við Sunnubraut, oft kallað Sláturhúsið, mun í framtíðinni heita Toyotahöllin.
Toyota í Reykjanesbæ hefur í gegnum árin stutt vel við bakið á körfunni í Keflavík og þessi nýji samningur í dag undirstrikar gott samstarf okkar á milli.
Fyrsti heimaleikurinn í Toyotahöllinni fer fram næsta fimmtudag þegar Tindastóll frá Sauðárkróki kemur í heimsókn.
Keflavík er í efsta sæti deildarinnar og mætir í kvöld Hamar í Hveragerði.
Ein gömul og góð frá heimaleik í Keflavík árið 1999. Svona verður þetta í úrslitakeppninni í ár :)