Fréttir

Karfa: Karlar | 15. febrúar 2008

Slök hittni varð okkur að falli gegn KR

Keflavík tapaði í kvöld fyrir KR, 80-69 í Iceland Express-deild karla. KR komst með sigrinum upp að hlið okkar en 22. stiga sigur okkar gegn þeim á heimavelli heldur okkur á toppnum

Jonni byrjaði leikinn af krafti og reif niður fráköst en lennti í villuvandræðum og sást lítið eftir það. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og varnaleikur liðanna góður.  KR komst 10-5 en ekkert gekk í sóknarleik okkar manna. Miklu munaði að B.A og Tommy gekk erfiðlega að hitta í körfuna og þeir komust ekki á blað fyrir 24 mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan eftir 1. leikhluta 18-12.

Sóknarleikur liðsins var stirður alla leikinn og litlu munaði þó Siggi tæki leikhlé til að hressa mannskapinn við. B.A var tvídekkaður en gekk erfiðlega að finna lausan mann. Skotnýting liðins var hræðileg og skipti litlu máli hvar skotin voru tekinn. Staðan var 37-29 í hálfleik og var Magnús Þór Gunnarsson stigahæstur  með 6 stig.

Keflvíkingar minnkuðu muninn í 44-38 en það dugði ekki til því aftur datt allt í sama farið. Staðan eftir 3. leikluta 60-49 fyrir KR. Þeir Tommy og Bobby sýndu ögn meira líf í síðari hálfleik en það dugði ekki til að kveikja neistann hjá Keflavík.  Munurinn í raun ekki svo mikil því ekkert gekk í sóknarleik Keflavíkinga. Því má þakka að menn spiluðu á köflu fína vörn.

KR-ingar náðu mest 18 stiga forskoti í leiknum en Keflavík dró þá aftur nærri og þegar 2.28 mín. voru til leiksloka var staðan 71-60 fyrir KR og svo virtist sem Keflavík væri að hefja áhlaup þegar Þröstur Leó Jóhannsson fékk dæmda á sig mjög ósanngjarna óíþróttamannslega villu. Villan hafði jákvæð áhrif á leik KR og gaf þeim færi á að tryggja sigurinn.Strax eftir að Þröstur fékk dæmda á sig óíþróttamannslegu villu lenti hann í klafsi við Jeremiah Sola, sem fiskaði á Þröst villuna, og mátti minnstu muna að leiddi til handalögmála. Stuðningsmenn Keflavíkur voru æfir því Sola ku hafa gerst brotlegur við Þröst en ekkert var dæmt. Lokatölur 80-69 og 11.stiga sigur ekki svo slæmt miðað við gang leiksins.

Bestu leikmenn Keflavíkur voru Þröstur og Arnar sem voru þeir einu sem börðust allan leikinn.  Tommy og B.A áttu dapran dag og Susnjara sýndi lítið. Jonni byrjaði vel og Gunni og Maggi eiga mikið inni.

Tölfræði leiksins.

Næsti leikur liðsins er gegn Störnunni á sunnudaginn.  Liðið þarf þinn stuðning og ekkert annað en sigur kemur til greina í þeim leikum sem eftir eru. Áfram Keflavík.