Fréttir

Körfubolti | 10. febrúar 2004

Smá pælingar um toppbaráttuna

Snæfell og Grindavík hafa nú 26 stig hvort félag, Keflavík 22, og KR og Njarðvík 20 hvort. Sex umferðir eru eftir og í raun eiga öll félögin möguleika á efsta sætinu, þótt telja verði möguleika Snæfells og Grindavíkur áberandi besta, Keflavík á smá séns ef allt gengur upp, en KR og Njarðvík eiga séns ef ótrúlegir hlutir gerast. Skoðum leikjaprógrammið hjá þremur efstu liðunum í INTERSPORT-deildinni:

Snæfell:

  • Hamar úti
  • ÍR heima
  • Bikar úti
  • Njarðvík heima
  • Haukar heima
  • KFÍ úti

Grindavík

  • KR úti
  • Þór Þ heima
  • Keflavík úti
  • Hamar heima
  • ÍR úti
  • Blikar heima

Keflavík:

  • KFÍ heima
  • Tindastóll úti
  • Grindavík heima
  • KR úti
  • Þór Þ heima
  • Haukar úti

Ef litið er hlutlaust á málin má kannski segja að Snæfell eigi "auðveldasta" prógrammið eftir, eini "topp-leikurinn" sem þeir eiga eftir er á heimavelli gegn Njarðvík. Þó geta Hamrarnir verið skæðir á útivelli. Grindavík á erfitt prógramm, þurfa m.a. að leika gegn bæði KR og Kef á útivelli. Keflavík á líka erfiða leiki eftir, Grindavík heima og svo eru Tindastóll, KR og Haukar öll erfið heim að sækja.

Til þess að Keflavík þokist ofar í töflunni má liðið ekki misstíga sig í þeim sex leikjum sem eftir eru, því hæpið verður að teljast að Grindavík og/eða Snæfell tapi fleiri en tveimur leikjum af síðustu sex. Ef hins vegar Keflavík tapar leik eða leikjum verður baráttan ekki um efstu tvö sætin, heldur um það þriðja og fjórða. Liðið er í flottu formi núna og á vissulega möguleika á sex sigrum, þó kannski verði að telja líklegra að einhver leikur tapist. Við vitum náttúrulega ekkert um hvað hin liðin gera, en ef Snæfell eða Grindavík tapa leik þá vex spennan verulega, en bæði eiga erfiða leiki í næstu umferð. Við fáum KFÍ í heimsókn í Sláturhúsið og ef okkar menn halda sínu striki þá eiga þeir alla möguleika á sigri. Sjáum hvað setur....