Fréttir

Karfa: Karlar | 5. september 2009

Snæfell sigrar Reykjanes Cup Invitational

Snæfell lagði Njarðvík í kvöld með 99 stigum gegn 81 og báru þeir þar af leiðandi sigur úr býtum í þessu fyrsta móti Reykjanes Cup Invitational. Atkvæðamestur í liði Snæfells var Jón Ólafur Jónsson með 31 stig og á eftir honum kom Emil Þór Jóhannsson með 20 stig. Hjá Njarðvík var gamli Keflavíkur-jaxlinn Magnús Þór Gunnarsson með 16 stig og á eftir honum kom Guðmundur Jónsson með 14 stig.

Grindavík lagði Keflavík í leik um 3-4 sætið með 87 stigum gegn 63. Atkvæðamestur í liði Grindavíkur var Ómar Sævarsson með 18 stig, en Páll Axel Vilbergsson og Brenton Birmingham voru báðir með 17 stig. Hjá Keflavík var Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 16 stig og á eftir honum kom Hörður Axel Vilhjálmsson með 12 stig.

Stjarnan lagði Breiðablik í leiknum um 5-6 sætið með 106 stigum gegn 71. Atkvæðamestur í liði Stjörnunnar var Justin Shouse með 22 stig, en á eftir honum var Jovan Zdravevski með 16 stig. Hjá Breiðablik var Þorsteinn Gunnlaugsson atkvæðamestur með 22 stig, en á eftir honum kom Daníel Guðmundsson með 11 stig.

Áhugaverðu móti er þar af leiðandi lokið með sigri Snæfells. Ljóst er að mikil harka verður í vetur hjá öllum þessum liðum, þrátt fyrir að mikill stigamunur var á mörgum leikjum. Þeir gefa þó kannski ekki alveg rétta mynd af stöðu liðanna í deildinni, þar sem mikil hreyfing var á leikmönnum allra liða í mótinu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort að liðin munu styrkja sig enn frekar með útlendingum eða öðrum leikmönnum fyrir komandi leiktíð til þess að berjast um titla vetrarins.