Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 1. desember 2010

Snillingar !

S.l. helgi fór fram 2.umferð á Íslandsmótinu hjá 11. ára stelpunum. Tveir leikir voru spilaðir á laugardag og tveir á sunnudag. Stelpurnar unnu alla leiki í 1. umferð með miklum yfirburðum og var engin breyting á því þessa helgina. Unnu stelpurnar alla leikina með talsverðum mun, fyrir utan leikinn við Hrunamenn, en sá sigur var samt sem áður mjög sannfærandi. Þjálfarinn var sérstaklega ánægður með framlag leikmanna í varnarleiknum en okkar stelpur spiluðu mjög grimma vörn og uppskáru úr því fjölmörg hraðaupphlaup sem nýttust oftast mjög vel. Þrátt fyrir stórsigra og skemmtileg tilþrif oft á tíðum, þá voru okkar leikmenn að misnota mikið af sniðskotum en stelpurnar eru staðráðnar í að klára þau færi aðeins betur næst :)

Eftir leikina á laugardag var leikmönnum boðið í pizzuveislu „a la Bjössi“ og höfðu flestar á orði að þetta væru bestu pizzur sem þær höfðu smakkað. Meðan snæddar vorur gómsætar pizzur var horft á nokkur körfubolta tilþrif af dýrari gerðinni. Síðan var myndinni Juwanna Mann skellt í spilarann og var mikið hlegið.

Þetta var annars frábær helgi, stelpurnar voru stórkostlegar og virkilega gaman að vinna með þeim. Mun fleiri stelpur eru farnar að láta finna fyrir sér og taka af skarið. Allir leikmenn voru sínu félagi til sóma, innan sem utan vallar, og alltaf er jafn gaman að sjá þátt foreldra á svona mótum. Vonandi heldur það bara áfram enda duglegar og þrælskemmtilegar stelpur hérna á ferð.  Að neðan má sjá úrslit leikjanna og stigaskor:

Keflavík – Ármann 51 - 6
Keflavík – KR 56 - 9
Keflavík – Fjölnir 72 - 3
Keflavík – Hrunamenn 51 – 16

Stigaskor um helgina: 10/32 víti
Katla 69 - 1/2 víti
Elsa 26 - 2/6
Birta 25 - 1/2
Þóranna 22 - 2/6
Birna 19 - 1/2
Guðrún 18 - 0/2
Andrea 14
Þóra 11 - 1/4
Nína 11 - 1/2
Andrea Dögg 6 - 0/4
Hanna 4
Kamilla 3 - 1/2
Berglind 2
Sara Dís 0

Körfuboltakveðja,
Bjössi þjálfari

Mynd af liðinu sem tekin var í 1. umferð Íslandsmótsins. Á myndina vantar tvo leikmenn.