Sóknarleikur í aðalhlutverki í sigri á Tindastól
Keflavík sigraði í kvöld Tindastól 107-98 í 20. umferð Iceland Express-deildar. Staðan í hálfleik var jöfn 50-50 en Arnar Freyr lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Liðið er í 5. sæti með 24. og ljóst að liðið kemst ekki ofar því Snæfell sigraði Grindavík í kvöld 83-74.
Keflavík byrjaði leikinn ágætlega og skoruðu fyrstu 7. stiginn. Jonni var sprækur í byrjun og var kominn með 6 stig eftir 3. mín.. Jonni tognaði svo síðar í leiknum og lék því aðeins 13 mínutur. Milojica Zekovic hélt Tindastól inni leiknum í byrjun og átti góðan leik. Tindastóll var með 5 stiga forustu eftir 1. leikhluta en Keflavíkingar komu sterkir til leiks strax í byrjun 2. leikhluta. Siggi Sigg. sem ekki hefur leikið mikið með í vetur kom geysisterkur inn af bekknum og setti niður 9 stig á stuttum kafla. Keflavík varð fyrir öðru áfalli í leiknum þegar Tony Harris varð að fara af velli vegna meiðsla og Tindastóll gekk á lagið og náðu að jafna fyrir hlé.
Flestir heldu að strákarnir myndu hrista gestina af sér í seinnihálfleik, en annað kom á daginn Vörnin var frekar döpur allan leikinn og greinilega missir af Arnari, Jonni og Tony. Strákarnir náðu þó fljótlega upp naumri forustu sem dugði út leikinn.
Sverrir Þór fékk aukið hlutverkið í leiknum og leysti það vel. Sverrir var með 16 stig og 6 stoðsendingar. Magnús kom aftur til baka eftir rólegan leik á móti Njarðvík, skoraði 17 stig og 7 fráköst. Sebastian var ágætur í leiknum og var með 16 stig. Gunnar skoraði 12 stig
Maður leiksins verður að teljast Sigurður Sigurðusson sem kom mjög sprækur af bekknum. Siggi lék aðeins 13 mínutur en skoraði 15 stig og setti niður 3 þrista. Gott að vita af honum á bekknum þegar meiðsli lykilmanna standa yfir.