Fréttir

Körfubolti | 8. nóvember 2004

Spennan magnast fyrir Madeira leikinn

Nú styttist í leikinn á móti CAB Madeira í Bikarkeppni Evrópu.  Liðin voru einnig saman í riðli á síðasta tímabili og vann Keflavík heimaleikinn 99-88. Nick átti frábæran leik, skoraði 29 stig, hirti 12 fráköst, gaf 5 stoðsendingar. Gunnar E. var líka með góðan leik að vanda í Evrópukeppninni, spilaði fanta vörn og skoraði 14 stig.  Keflavík tapaði svo útileiknum með einu stigi 108-107 í miklum spennuleik.

Lið CAB Madeira er með gjörbreytt lið í ár, 8 nýjir leikmenn komnir til liðsins.  Helst ber að nefna leikmann að nafni Bobby Joe Hatton sem er frá Porto Ríka og spilaði með þeim á ólympíuleikunum í sumar þegar þeir unnu frækin sigur á liði USA. Enginn smá leikmaður þar á ferð. Einnig eru þeir með sterka leimenn frá USA, Lithaen, Króatíu, Serbíu og Portugal.

CAB Madeira tapaði þó frekar óvænt í síðustu umferð fyrir Bakken Bears í Danmörku. Þar  áttu þeir í mesta basli með  Danann Chris Christoffersen sem fór á kostum í þeim leik. Kallinn reyndar engin smá smíði 2.18 og skorðai 28 stig í leiknum og tók 12 fráköst. Í liða CAB Madeira bar mest á Króatanum Srdan Helbich sem skoraði 18 stig og tók 11 fráköst. Næstur kom svo Bobby Joe Hatton með 13 stig, og 7 stoðsendingar. 

Svo nú er bara að mæta á leikinn á miðvd. kl 19.15 ( fínt að mæta tímalega ) og styðja strákana til sigurs. Áfram Keflavík...