Spilað um síðustu titlana um helgina
Nú um helgina fer fram síðari helgi úrslitakeppni Íslandsmóts yngri flokka og fara allir leikirnir fram í Smáranum í umsjón Breiðabliks. Leikið verður í 9. flokki karla, 10. flokki kvenna, 11. flokki karla og Unglingaflokkum karla og kvenna.
Keflavík á eitt lið sem leikur í 4 liða úrslitum um helgina og eitt lið sem leikur beint til úrslita.
10. flokkur kvenna leikur í dag laugardag gegn heimamönnum í Breiðablik og hefst leikurinn kl. 13.30. Með sigri mæta þær annað hvort liði Hauka eða UMFG í úrslitaleik kl. 12.00 á sunnudag.
Unglingaflokkur kvenna fer beint í úrslitaleik gegn Haukum en bæði lið urðu efst og jöfn að stigum eftir deildarkeppni Íslandsmótsins. Raunar er þarna á ferð Stúlknaflokkur Keflavíkur sem að auki er á yngra árinu í þeim flokki, en þær töpaðu fyrir sterku Haukaliði í undanúrslitum í Stúlknaflokki um s.l. helgi. Þetta er síðasta tækifæri stúlknanna til að vinna til verðlauna þetta tímabilið en þær hafa alltaf landað titlum síðan þær hófu fyrst að leika um verðlaun. Leikurinn verður kl. 16.00 á sunnudag.
Blikar muna eins og síðustu helgi senda beint út frá leikjum helgarinnar og fara útsendingarnar fram í góðri samvinnu við KR TV og er hægt að nálgast þær á vefþjóni þeirra Vesturbæinga.
Dagskrá helgarinnar er annars eftirfarandi:
Undanúrslit og úrslit 24.-25. apríl
Allir leikir í Smáranum
Laugardagur
Kl. 10.00 11. kk. KR-Njarðvík
Kl. 11.45 11. kk. Breiðablik-Þór/Hamar
Kl. 13.30 10.kv. Keflavík-Breiðablik
Kl. 15.00 10.kv. Haukar-Grindavík
Kl. 16.45 Ung.fl.ka. Haukar-Valur
Kl. 18.30 Ung.fl.ka. Njarðvík-Tindastóll
Sunnudagur
Kl. 10.00 9. kk. Úrslit
Kl. 12.00 10. kv. Úrslit
Kl. 14.00 11.ka. Úrslit
Kl. 16.00 Ung.fl.kv. Úrslit
Kl. 18.00 Ung.fl.ka. Úrslit