Spiluðu 10.mínutur af eðlilegri getu gegn UMFN
Keflavík tapaði í gær nágrannaslagnum við Njarðvík eftir spennandi lokamínutur, 77-75. Varnarleikur liðsins var sá slakastir i vetur en leikurinn þróaðist þó svipað og gegn Grindavík.
Nokkuð fát var að liðunum í byrjun leiks enda taugarnar þanndar þegar um svona leiki er að ræða. Of langt hlé á deildinn sást vel á leik liðsins sem og dómurum leiksins sem gekk erfiðlega að komst í takt við leikinn. Nokkrir dómar voru ákaflega furðulegir en bitnuðu þó á báðum liðum. Sverrir Þór og Jonni voru einu leikmenn liðsins sem virkuðu lifandi í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 24-18.
Í öðrum leikhluta fór allt á versta veg, vörnin hræðileg og leikmenn UMFN fengu frí 3. stiga skot að vild. Sóknarleikur liðsins var engu skárri og menn náðu sjaldnast að klára sóknina enda töpuðu þeir boltanum trekk í trekk. Fyrrum leikmaður okkar Sævar Sævarsson fékk skotleyfi og þakkaði fyrir sig með með 3. þristum í röð og steig villtann stríðsdans fyrir áhorfendur Keflavíkur. Áhugaleysi okkar manna algjört og staðan í hálfleik 47-32.
Flestir bjuggust við okkar mönnum snarvitlaustum eftir hlé en svo var þó ekki. Menn hljóta að hafa lagt sig því aðeins eitt lið var á vellinum. Ótrúlegt að Keflavíkurliðið var aðeins búið að skora 1.stig þegar um 7. mínutur voru liðnar af leikhlutanum . Þá smellti Gunnar Stef. einum þristi og náði forustu heimamanna niður undir 30. stigin, 64-36. Annar fyrrum leikmaður Keflavikur Magnús Þór Gunnarsson var þá búinn að hrella okkur með góðum leik. Keflavik náði að laga forustuna aðeins fyrir lokakaflan með þá Eld Ólafsson, Gunnar Stef. Axel Margeirs. Hörð Axel og Gunnar Einarsson inná.
Loksins, loksins. kom svo Keflavikurliðið til leiks í fjórðaleikhluta og ákvað að leika að eðlilegri getu. Besti maður vallarins Sverrir Þór minnkaði forustuna ásamt Herði, 74-59 í 74-67 og loks kominn alvöru leikur. Tíminn var enn nægur til að klára leikinn en lítið mátti út af bregða. Gunnar E. setti svo niður þrist og staðan 74-70 þegar um 1. mín. eftir. Jonni fær svo sína 5. villu en hann hafði fengið skrítnustu ásetningsvilli sem lengi hefur sést í körfuboltaleik fyrr í leiknum. Gunnar Stef. setur niður þrist og aðeins 1. stig skildi af. Leikklukkan fer í gang áður en leikmenn UMFN koma boltanum í leik og mikilvægur tími tapast. Lélegir dómarar leiksins ákváðu samt að bæta þeim tíma ekki við. Gunni Stef. brýtur á Loga sem sem setur annað vítið niður, 77-75. Keflavík nær ekki að koma boltanum í leik og leiktíminn klárst.
Aðeins meiri tíma hefði vantað því okkar menn voru komnir til leiks, bara of seint. Í raun sanngjarn sigur heimamann því þeir voru betri 3. leikhluta. Okkar leikmenn verða að mæta til leiks strax frá byrjun ef ekki á illa að fara í vetur. Það er allt of mikið að gefa einu liði 30. stiga forskot og ætla sér að vinna leikinn á 10. mínutum. Keflavíkuriðið verður á stífum skotæfingum næstu daga þvi aðeins 13. víti af 26 fóru niður sem gerir 50%. Það verður þó að hrósa liðinu fyrir að ná að vinna um 30.stig á þetta stuttum tíma. Því áður en við byrjðum á leiknum létu við leikmenn Njarðvíkur líta út eins og NBA stjörnur.
Besti maður liðsins var Sverrir Þór sem skoraði 25. stig. Jonni byrjaði vel og var með 9. stig en fékk á sig ódýrar villur. Hörður sást lítið í fyrrihálfeik en átti mjög góðan lokakafla og var með 17 stig. Gunnar E. var með 11.stig og hefur oftast spilað betur. Gunni Stef. kom sterkur inn af bekknum og setti niður 9. stig. Siggi sem hefur verið besti leikmaður liðsins í vetur ásamt Gunna E. var ekki með sjálfum sér í gær Eldur Ólafsson kom inn með góða baráttu skilaði sínum mín. mjög vel.
Bestu menn vallarins í gær. Mynd af karfan.is