Fréttir

Körfubolti | 7. nóvember 2006

Spjallið

Spjallið á síðunni okkar hefur nú oft verið virkara en það er þessa dagana, og væri nú gaman að sjá Keflvíkinga vera duglegri við að byrja á nýjum spjallþráðum og vera duglegir að spjalla saman á heimasíðunni, því jú til þess er hún.    Við væntum nú þess að menn muni sitja spenntir fyrir framan tölvuskjáinn á miðvikudaginn þegar við leikum fyrsta leik okkar í Evrópukeppninni og spjallið mun vera rauðglóandi eins og hefur verið venjan undanfarin ár.

Spjallið er ekki vettvangur fyrir smákrakka í stórum líkama og eru því sandkassaleikir og barnaleg skrif vinsamlegast afþökkuð.   Málefnaleg og skemmtileg skrif glæða góðar spjallsíður góðu lífi, og þannig viljum við að sjálfsögðu hafa spjallið okkar.  Það eru ekki öll lið í deildinni sem bjóða uppá þennan möguleika, þannig að það væri gaman að sjá Keflvíkinga, og já aðra áhugamenn um körfubolta tjá sig og skiptast á skoðunum á síðunni okkar.

Með von um góða spjalltíð, 'Afram Keflavík og gírum okkur upp fyrir spennandi tímabil framundan í vetur..!