Stelpurnar á toppinn
Stelpurnar sigruðu í kvöld ÍS í Iceland Express deild kvenna með 91-67 í Sláturhúsinu við Sunnubraut. Eru þær því komnar í toppsætið í deildinni ásamt Haukum með 14 stig, en Haukar eiga leik til góða.
Stigahæst í kvöld var Bryndís með 28 stig og 14 fráköst. María Ben skoraði 25 stig og Svava var með 13 stig.