Fréttir

Karfa: Konur | 7. október 2008

Stelpurnar af stað miðvikudaginn 15. okt.

Nú fer senn að líða að því að Iceland Express-deildin fari af stað.  Stelpurnar hefja leik miðvikudaginn 15. okt. í Toyota-höllinni þegar Hauka stelpur koma í heimsókn. Stelpurnar byrjuðu mótið með glæsibrag þegar þær urðu Powerademeistarar 2008 eftir sigur á KR.  Leikmannahópur liðsins er mjög sterkur og á eftir að vera sterkari þegar Bryndís kemst í sitt besta form, en hún er nýfarin af stað eftir erfið meiðsli.  Einnig er von á að Marín komi inní liðið fljótlega.  Litlar breytingar hafa verið á liðinu frá síðasta tímabili fyrir utan að varnarjaxlinn Kara er við nám í USA.

Leikmannahópur Keflavíkur árið 2008.

Bryndís Guðmundsdóttir
Halldóra Andrésdóttir
Hrönn Þorgrímsdóttir
Pálína Gunnlaugsdóttir
Rannveig Randversdóttir
Svava Ósk Stefánsdóttir
Lóa Dís Másdóttir
Ástrós Skúladóttir
Birna Valgarsdóttir
Marín Rós Karlsdóttir
Ingibjörg Vilbergsdóttir

Fyriliðarnir Ingibjörg og Marín smella kosi á fyrsta bikar tímabilsins.