Fréttir

Körfubolti | 31. janúar 2007

Stelpurnar bættu vörnina og unnu 36 stiga sigur á Hamar

Keflavík spilaði við Hamar öðru sinni á 3. dögum í kvöld en þær slógu þær út í bikarkeppninni á mánudagskvöldið.  Stelpurnar spiluðu án Keshu og sigruðu leikinn með 36 stiga mun, 95-59.

Staðan í hálfleik var 49-30 og vörnin var miklu betri en á mánudaginn. Ingibjörg kom ákveðin til leiks og var stigahæst í hálfleik með 12 stig og Rannveig var með 8 stig. Ingibjörg endaði leikinn með 20 stig og þar af 3 þrista í fimm tilraunum. Sannalega góður leikur hjá Ingibjörgu en hún skoraði sín 20. stiga á 18 mínutum.  Einnig var gaman að sjá til Svövu sem er að leika mjög vel þessa dagana.  Svava skoraði 15 stig og var einnig með 3/5 í þristum. Rannveig skoraði 12 stig, Marín 11, María Ben 9 og frákasta drottningin Kara var með 8 stig og var með 10 fráköst eins og vanalega. Bryndís skoraði einnig 8 stig og Hrönn, Halldóra og Anna María voru með 4 stig.

Stelpurnar spiluðu í þennan leik mjög vel og tóku vel á því í vörn eins og áður sagði. Kesha og Birna spilaðu ekki með að þessu sinni og því fengu óreyndari stelpur tækifæri sem þær nýttu vel.  Breyddin í liðinu er mikil því allir leikmenn liðsins spiluðu 15-20 mínutur í leiknum. 

Stigahæst hjá gestunum var Latreece Bagley með 25 stig.

Haukar unnu Grindavík í kvöld, 75-84 og halda því toppsætinu.

Tölfræði leiksins.