Stelpurnar fóru létt með Val
Keflavíkur stúlkur fóru nokkuð létt með Valsara í kvöld þegar liðin hittust í Iceland Express deild kvenna. 91-69 var lokastaðan eftir að heimastúlkur höfðu náð 21 stigs forskoti strax í fyrri hálfleik. Strax í fyrsta fjórðung hófu heimstúlkur leiftur sókn að körfu gestanna og voru að hitta mjög vel. Þær komust fljótlega í 12-2 og svo 22-9. Íslandsmeistararnir léku á þessum mínútum við hvurn sinn fingur á meðan gestirnir frá Hlíðarenda átti í bölvuðu basli með að koma niður stigum. Í öðrum fjórðung hægðist aðeins á stigaskorinu eftir að Valsstúlkur náðu að herða vörn sína aðeins en áttu enn í mesta basli með að skora. Sem fyrr segir voru það rúmlega 20 stig sem skildu liðin í hálfleikÍ seinni hálfleik hófu gestirnir leik miklu betur en í byrjun leiks og var sóknarleikur þeirra loksins að skila körfum. En þó ekki nóg þar sem að heimastúlkur höfðu byggt upp gott veganesti í fyrri hálfleik. En heimastúlkur voru einfaldlega númeri of stórar fyrir þær rauðklæddu í kvöld og sigruðu sem fyrr segir með 91 stigi gegn 69. Pálína Gunnlaugsdóttir átti stórleik í kvöld með 24 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Ekki amalegar tölur þar. Næst henni var Svava Ósk Stefánsdóttir sem setti niður 18 stig og reif niður 8 fráköst. Hjá gestunum var Signý Hermannsdóttir allt í öllu þegar hún sallaði niður 27 stigum ásamt því að grípa 22 fráköst, en þessi framistaða dugði skammt að þessu sinni. Keflavík er í öðru sæti ásamt liði Hamars með 10 stig en Valsstúlkur verma 4 -6 sæti með 6 stig líkt og Grindavík og KR. ( karfan.is )