Fréttir

Karfa: Konur | 13. febrúar 2008

Stelpurnar gefa ekkert eftir á toppnum

Keflavík sigraði í kvöld Val í Iceland Express-deild kvenna, 93-84 en leikið var í Keflavík.  Keflavík er með 32. stig
á toppnum og 4. stiga forustu á KR sem á leik til góða. Kesha fór hreinlega á kostum í leiknum, skoraði 38. stig, setti
niður 6. þrista og öll vítin sín. Kesha hvíldi að mestu í leiknum geng Fjölni og skoraði aðeins 9. stig í þeim leik.
Kara (12. fráköst), Suanne og Pálína komu næstar í stigaskori með 11-13 stig og Hrönn var með 8. stig.

Keflavík byrjaði rólega í leiknum og Valsstúlkur náðu fjótlega forustunni og mestur var munurinn .7-22. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-31 fyrir gestina.
Stelpurnar hresstust eftir ræðu frá Jonna í leikhléi og minnkuðu muninn niður í 4. stig fyrir hlél, 37-41.
Stelpurnar kláruðu svo leikinn með frábærum leík í þriðjaleikhluta en þann leikhluta unnu þær með 13.stigum og eftirleikurinn auðveldur.

Umfjöllun á vf.is

Tölfræði leiksins.

Önnur úrslit í kvöld:

Grindavík-Fjölnir   108-61         
Haukar-Hamar         82-74

Leikir sem liðið á eftir:

Mið. 20.feb   19.15   Grindaví,k  UMFG - Keflavík
Mið. 27.feb.  19.15   Keflavík,  Keflavík - Haukar

Mið. 5.mars. 20.00   DHL-Höllin,  KR - Keflavík
Lau. 8.mars. 16.00    Keflavík,  Keflavík - Hamar

Hrönn var með 8. stig í kvöld. ( mynd jbo@vf.is )