Stelpurnar hefja leik í kvöld
Keflavíkurstelpur hefja tímabilið í kvöld er þær fá KR í heimsókn í Powerade-bikarnum. Grindavík er komið áfram eftir sigur á Fjölni og Valur sigraði Hamar en með Val spila stelpur sem flestar léku áður með ÍS. Haukastelpur komust einnig auðveldlega áfram með sigri á Snæfell, 102-45
Leikurinn fer fram í Keflavík og hefst kl. 19.15. Áfram Keflavík
Kesha verður í eldlínunni í kvöld.