Stelpurnar í undanúrslit í Poweradebikar
Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum með öruggum sigri á KR 108:66, en leikurinn fór fram í Keflavík í kvöld
Stigahæst hjá Keflavík var Takesha Watson með 28 stig, Bryndís var með 21 og Margrét Kara með 17 og 22 fráköst. Hjá KR var Hildur Sigurðardóttir stigahæst með 22, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir með 11 stig og 12 fráköst og systir hennar Sigurbjörg Þorsteinsdóttir með 10 stig.
Keflavík mætir því Grindavík í undanúrslitum á föstudagskvöld klukkan 21:00
Strákarnir tóku bikarinn í fyrra en nú er komið af stelpunum.