Fréttir

Körfubolti | 31. mars 2007

Stelpurnar kláruðu dæmið í Grindavík og eru komnar í úrslit

Keflavíkurstelpur er komnar i úrslit 5. árið í röð eftir góðan 91-76 á Grindavík í þriðja leik liðanna.  Í dag kl. 16.00 kemur í ljós hvort þær mæta ÍS eða Haukum en þá fer fram fimmti leikur liðanna.

Stelpurnar gerðu út um leikinn í 2. leikhluta er þær breyttu stöðunni úr 23-27 í 23-38. Þær létu aldrei þessa forustu af hendi og áttu heimamenn aldrei möguleik eftir að Tamara Bowie var farin frá liðinu.

Stigahæstar voru María Ben 22 stig, Bryndís 18 stig, Kara 14 stig, Kesha 13 stig, Ingibjörg 7 stig, Svava og Marín 6 stig og Birna 5 stig

Tölfræði leiksins.

Meira um leikinn á vf.is

 

Skemmtileg mynd úr leiknum í gær.  jbo@vf.is