Fréttir

Körfubolti | 27. mars 2007

Stelpurnar komnar í 2-1 eftir 99-91 sigur í kvöld

Keflavík sigraði Grindavík í kvöld 99-91 og leiðir því einvígið 2-1. Staðan var 62-53 Keflavík í vil í hálfleik og fer næsti leikur liðanna fram í Grindavík á föstudagskvöldið kl.19.15

Stelpurnar byrjuðu leikinn af krafti og náðu fljótlega forustu, staðan eftir fyrsta leikhluta var 32-23. Með þessari góðri byrjun náði liðið að leggja grunnin að sigri kvöldsins enda var mikill kraftur í þeim. Þeir spiluðu góða pressuvörn og sá Kesha að mestu um sóknarleikinn. Kara átti svo frábæran innkomu í 2. leikhluta og reif niður fráköst og barðist vel. Tamara Bowie sem hafði verið með 40. stig í leikunum tveimur var aðeins með 9 stig í fyrri hálfleik og 14 í leiknum öllum fyrir gestina.

Grindavík tókst að minnka munin niður í þrjú stig , 66-63 í þriðja leikhluta en stelpurna gáfu þá aftur í og hleytpu þeim ekki nær. Svæðisvörnin hjá þeim virkaði ágætlega í leiknum og náðu þær að stela alls 15 boltum í leiknum. Staðan eftir þriðja leikhluta 80-72 fyrir Keflavík.

Í upphafi fjórða leikhluta voru fjórir leikmenn gestanna í villuvandræðum og eftirleikurinn því auðveldari. Þegar rétt rúmar tvær mínútur voru til leiksloka setti Kesha niður mikilvæga körfu fyrir Keflavík og breytti stöðunni í 97-85.  Grindavík náði að minnka muninn en þó öruggur 8 stiga sigur í höfn, 99-91

Kesha átti góðan leik og var með 25 stig. Kara átti stjörnuleik var með 20 stig og tók alls 14 fráköst. Bryndís var með 17 stig og 7 fráköst, María Ben 14 stig og 9 fráköst, Birna skoraði 9 stig og Svava var með 8. stig

Hildur var stigahæst hjá Grindavík með 25 stig. Tölfræði leiksins.

Hildur Björk Pálsdótir nældi sér í flugfar fyrir 2. með Iceland Express til Basel í Sviss. Hildur var valin úr hópi áhorfenda til að skjóta frá þriggja stiga línunni en þessi skemmtilegi leikur hefur verið í gangi í öllum leikjum í úrslitakeppninni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kara átti sinn besta leik í úrslitakeppni í kvöld. Mynd jbo@vf.is